13. nóv. 2015

Skurðum lokað á Garðaflöt

Unnið er að því að loka öllum skurðum á Garðaflöt þessa dagana. Verið er að steypa breiðari gangstéttar og rennusteina.
  • Séð yfir Garðabæ

Staða framkvæmda á Garðaflöt er þannig að unnið er að því að loka öllum skurðum og ganga frá lokatengingum veitna. Verið er að steypa nýjar og breiðari gangstéttar og rennusteina. Yfirborðsfrágangi verður haldið áfram eins og veður leyfir, en endanlegur lokafrágangur yfirborða klárast í vor.

Framkvæmdirnar hafa tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað af ýmsum ástæðum sem ekki voru fyrirsjáanlegar. Íbúum er þökkuð þolinmæðin um leið og þeir eru beðnir afsökunar á töfunum.

Við framkvæmdirnar hafa allar veitulagnir götunnar verið endurnýjaðar. Um er að ræða lagnir fyrir heitt og kalt vatn, skólp, regnvatn, rafmagn, síma og nýjan ljósleiðara. Einnig hefur verið upp sett ný götulýsing.

Allir sem koma að verkinu; Garðabær, verktakinn, Orkuveitan og eftirlitsaðili hafa það sem forgangsverkefni að ljúka því eins hratt og örugglega og nokkur kostur er.