4. nóv. 2015

Opinn fundur um íbúalýðræði

Opinn fundur um hvernig megi efla íbúalýðræði í Garðabæ verður haldinn í Garðaskóla þriðjudaginn 10. nóvember 2015
  • Séð yfir Garðabæ

Við viljum þitt álit

Opinn fundur mannréttinda- og forvarnanefndar um íbúalýðræði í bænum og hvernig það verði eflt og bætt verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20-21.30 í sal Garðaskóla.

Á fundinum gefst fólki tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óformlegan og auðveldan hátt.

Erindi

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands.
  - Lýðræði, þátttaka íbúa í ákvarðanatöku og kosningaþátttaka

Unnur Margrét Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.
  - Reynsla borgarinnar af íbúalýðræði í gegnum vefinn "Betri Reykjavík".

Umræðuefni

  • Hvernig vilt þú hafa áhrif á málefni tengd bænum þínum?
  • Hvernig vilt þú vera upplýst/ur um málefni sem snerta íbúa og bæinn þinn?

Niðurstöður umræðna á fundinum verða birtar á vef Garðabæjar, gardabaer.is og nýtast við styrkingu íbúalýðræðis í bænum.

Fundarstjóri

Sigríður Björk Gunnarsdóttir, formaður mannréttinda- og forvarnanefndar Garðabæjar.

Kaffi á könnunni - Allir velkomnir.

Mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar

 - Leiðarljós mannréttinda- og forvarnanefndar er að efla íbúalýðræði enn frekar í Garðabæ

Auglýsing um fundinn