30. okt. 2015

Rithöfundar heimsóttu Hofsstaðaskóla

Hofsstaðaskóli fékk góða heimsókn í vikunni þegar rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason komu í skólann og hittu nemendur í 5. bekkjum.
  • Séð yfir Garðabæ

Hofsstaðaskóli fékk góða heimsókn í vikunni þegar rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason komu í skólann og hittu nemendur í 5. bekkjum. Heimsóknin var í tengslum við verkefnið Skáld í skólum sem hóf göngu sína haustið 2006. Verkefnið gengur út að tveir höfundar heimsækja skóla, fjalla um bækur og starf rithöfunda auk þess að lesa upp úr eigin verkum.

Á þessu hausti er boðið upp á tvenns konar dagskrár sem tengjast Halldóri Laxness í tilefni af því að nú eru liðin 60 ár frá því að hann hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels. Að auki er boðið upp á hefðbundnari dagskrár fyrir mismunandi skólastig. 

Í Hofsstaðaskóla var í ár ákveðið að bjóða 5. bekk skólans upp á dagskrána "Lífið er lífshættulegt" með þeim Arndísi og Gunnari. Þau töluðu um af hverju þeim finnast barnabækur vera miklu meira spennandi en allar aðrar bækur og háskann sem býr í hverri blaðsíðu jafnvel hversdagslegustu ævintýra og veltu fyrir sér hver galdurinn væri í góðri sögu.

Fleiri myndir frá viðburðinum eru á vef Hofsstaðaskóla.

Upplýsingar um verkefnið á vef Rithöfundasambands Íslands