23. okt. 2015

Útsettu lag eftir Megas

Nemendur og tónmenntakennari Sjálandsskóla voru í aðalhlutverki í Sjónvarpsþættinum Tónahlaupi sem sýndur var í RÚV í vikunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur og tónmenntakennari Sjálandsskóla voru í aðalhlutverki í sjónvarpsþættinum Tónahlaupi sem sýndur var í RÚV í vikunni. Í þættinum var rætt við Ólaf Schram tónmenntakennara sem sagði m.a. frá því hvað sköpun væri orðin ríkur þáttur í tónmenntakennslu. Einnig var rætt við nemendur sem lýstu því hversu skemmtilegt og gefandi tónmenntanámið væri.

Aðalefni þáttarins var þegar nemendurnir fengu í hendurnar lag eftir Megas ásamt því verkefni að útsetja lagið og flytja að því loknu í sjónvarpssal. Fram kom að krakkarnir vissu mismikið um Megas áður en verkefnið hófst en eftir að hafa kynnt sér feril hans urðu þeir stoltir af þeim heiðri að fá að útsetja lag eftir hann. Nemendurnir kláruðu verkefnið með glæsibrag eins og sjá má í upptöku á vef RÚV.

Þátturinn var tekin upp vorið 2014 og fram komu nokkrir nemendur í unglingadeild ásamt Ólafi tónmenntakennara.

Hægt er að horfa á þáttinn á vef RUV