9. okt. 2015

Opinn fundur með lögreglunni

Opinn fundur með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og íbúum í Garðabæ, þriðjudaginn 13. október kl. 16:30 – 17:30 í sal Flataskóla, við Vífilsstaðaveg.
  • Séð yfir Garðabæ

Opinn fundur með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og íbúum í Garðabæ verður haldinn þriðjudaginn 13. október kl. 16:30 – 17:30 í sal Flataskóla, við Vífilsstaðaveg.

Fulltrúar lögreglunnar fara yfir stöðu mála og þróun brota á tilteknum svæðum og svara fyrirspurnum fundarmanna. Á þessum vettvangi gefst gott tækifæri til að koma spurningum og ábendingum á framfæri við lögregluna.

Á fundinn mæta helstu stjórnendur lögreglunnar í Hafnarfirði auk fulltrúa frá yfirstjórn lögreglunnar og Garðabæjar.

Allir velkomnir, heitt á könnunni.

Fundurinn á facebook - boðaðu komu þína

Kemstu ekki?

Fundurinn verður sendur beint út á netinu á slóðinni: http://www.gardabaer.is/utsending Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar fyrirfram og á meðan á fundinum stendur á netfangið: opinnfundur@gardabaer.is