6. okt. 2015

Þingmenn kjördæmisins heimsóttu Garðabæ

Þingmenn Suðvesturkjördæmis heimsóttu Garðabæ nú nýlega og áttu samtal við bæjarstjórn um málefni bæjarins og hagsmunamál sveitarfélaga.
  • Séð yfir Garðabæ

Þingmenn Suðvesturkjördæmis heimsóttu Garðabæ nú nýlega og áttu samtal við bæjarstjórn um málefni bæjarins og hagsmunamál sveitarfélaga. Á fundinum var m.a. rætt um breikkun tekjustofna sveitarfélaga en bæjarstjórn samþykkti nýlega áskorun á ríkisstjórnina um að gera breytingar á þeim.

Einnig var rætt um tillögu að staðsetningu Landspítala á Vífilsstöðum, málefni fatlaðs fólks, húsnæðismál, gatnamót Vífilsstaðarvegar og Hafnarfjarðarvegar og rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar.