1. okt. 2015

Sögustundir í bókasafninu á laugardögum

Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi er opið alla laugardaga í vetur kl. 11-15. Birgitta Haukdal les úr bókum sínum á fyrstu sögustund vetrarins kl. 11.30 laugardaginn 3. október
  • Séð yfir Garðabæ

Vetraropnun á laugardögum í Bókasafni Garðabæjar hefst laugardaginn 3. október en safnið á Garðatorgi er opið alla laugardaga frá kl. 11-15 frá október fram til 1. maí.  Sögustundir í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi verða á sínum stað á laugardögum kl. 11:30 í allan vetur. 

Fyrsta sögustund vetrarins verður laugardaginn 3. október nk. en þá mætir Birgitta Haukdal í safnið á Garðatorgi og les upp úr nýútkomnum bókum sínum; Lára fer í flugvél og Lára lærir að hjóla. Sögustundirnar eru fyrir börn á aldrinum 2-7 ára en eldri börn eru að sjálfsögðu velkomin með og geta kúrt með og hlustað eða valið sér bók til að lesa sjálf. Markmiðið er að fjölskyldan geti átt rólega og notalega stund í bókasafninu.   

Á vef Bókasafns Garðabæjar er hægt að finna margvíslegan fróðleik og auk þess heldur safnið úti skemmtilegri fésbókarsíðu.