2. des. 2016

Vel heppnaður jóla- og góðgerðardagur

Laugardaginn 26. nóvember sl. var hinn árlegi jóla- og góðgerðardagur haldinn í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi á vegum foreldrafélags Álftanesskóla í samstarfi við fleiri félagasamtök á Álftanesi.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 26. nóvember sl. var hinn árlegi jóla- og góðgerðardagur haldinn í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi á vegum foreldrafélags Álftanesskóla í samstarfi við fleiri félagasamtök á Álftanesi.  Eins og undanfarin ár tókst vel til og fjölbreytt dagskrá var í boði þennan dag í íþróttamiðstöðinni, söngur, dans, sirkus, tískusýning, bingo, takwondo o.fl. Gestir gátu að venju keypt sér ýmsan varning á staðnum, handverk, hönnunarvöru og fleira. Ungmennafélag Álftaness bauð gestum og gangandi upp á veitingar þennan dag í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Allur ágóði af útleigu söluborða rann til góðs málefnis.   

Að lokinni dagskrá innandyra voru ljósin tendruð á jólatrénu fyrir utan íþróttamiðstöðina.  Jóna Sæmundsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar Garðabæjar, hélt stutta tölu og sr. Stefán Már Gunnlaugsson flutti hugvekju.  Þeir feðgar Hrafnkell Pálmarsson og Pálmar Ólason stigu á svið og fluttu jólalög og dansað var í kringum jólatréð.  Að lokum mættu jólasveinar og dönsuðu með og glöddu viðstadda. 

Meðfylgjandi myndir með frétt eru frá foreldrafélagi Álftanesskóla og á fésbókarsíðu foreldrafélags Álftanesskóla má sjá skemmtilegt myndaalbúm frá jóla- og góðgerðardeginum.