30. sep. 2015

Uppskeruhátíð skólagarða Garðabæjar

Uppskeruhátíð skólagarðanna var haldin sl. laugardag, börnin tóku upp kartöflur og grænmeti sem búið var að hlúa vel að í sumar. Boðið var upp á grillaðar pylsur fyrir alla þá sem mættu.
  • Séð yfir Garðabæ

Uppskeruhátíð skólagarðanna var haldin laugardaginn 26. september en hún var með seinna móti í ár til þess að gefa kartöflunum og grænmetinu aðeins lengri vaxtartíma þetta haustið.  Börn sem voru með garð mættu í fylgd með foreldrum sínum og systkinum og stungu upp garðana sína og söfnuðu saman afrakstri sumarsins . Einnig voru nokkrir eldri borgarar með á hátíðinni en þeim bauðst að leigja sér garð eftir að öllum börnum sem áhuga höfðu hafði verið úthlutaður garður.

Leiðbeinendur grilluðu pylsur og veittu viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í skólagörðunum. Þó svo veðrið hafi ekki verið með besta móti þennan dag þá létu viðstaddir það ekki á sig fá og var uppskera almennt góð í garðinum.  Hér að neðan má sjá myndir frá uppskeruhátíðinni.