29. sep. 2015

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna kynnt í Flataskóla

Nemendur Flataskóla voru fyrstir íslenskra nemenda til að fræðast um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar kennslustund um efnið var "frumsýnd" þar mánudaginn 28. september.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur Flataskóla voru fyrstir íslenskra nemenda til að fræðast um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar kennslustund um efnið var "frumsýnd" þar mánudaginn 28. september.  Kennslustundin er þróuð af Unicef og var það Unicef á Ísland sem óskaði eftir því að skólinn tæki verkefnið að sér. Heimsmarkmiðin sem eru 17 talsins voru samþykkt síðastliðinn föstudag og taka við af Þúsaldarmarkmiðunum.

Ævar vísindamaður kynnti myndbandið fyrir nemendum í Flataskóla og ræddi mikilvægi heimsmarkmiðanna. Markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun og eiga að leiðbeina íbúum jarðar til næstu fimmtán ára. Markmiðin miða m.a. að því að binda endi á sára fátækt í heiminum, berjast gegn loftslagsbreytingum og gefa öllum börnum tækifæri á góðri grunnskólamenntun.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra var viðstaddur kennslustundina í Flataskóla. Samskonar kennslustund verður haldin í 100 löndum og er ætlunin að fræða 500 milljón börn um heimsmarkmiðin á þennan hátt.

Að lokinni kynningu á verkefninu og sýningu myndbandsins unnu nemendur í hópum að verkefnum í tengslum við viðfangsefnið. Frétt um kennslustundina og fleiri myndir eru á vef Flataskóla

Sjá einnig frétt um kennslustundina á vef Unicef.