Vilji til að taka á móti flóttafólki
Garðabær hefur lýst formlega yfir vilja til að taka á móti flóttafólki á þessu ári
Garðabær hefur lýst formlega yfir vilja til að taka á móti flóttafólki á þessu ári og taka þannig þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem væntanlegt er til landsins.
Á fundi bæjarráðs 8. september sl. var málinu vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði og mannréttinda- og forvarnanefnd og bæjarstjóra jafnframt falið að vinna áfram að málinu.