16. sep. 2015

Starfsfólk í fræðsluferð til Finnlands

Það verður takmörkuð þjónusta á bæjarskrifstofunum dagana 16.-18. september vegna fræðsluferðar starfsfólks til Helsinki og nágrannasveitarfélaganna Grankulla og Espoo.?
  • Séð yfir Garðabæ

Það verður takmörkuð þjónusta á bæjarskrifstofunum dagana 16.-18. september vegna fræðsluferðar starfsfólks til Helsinki og nágrannasveitarfélaganna Grankulla og Espoo. Þjónustuverið er opið þessa daga en þar verður fámennara en almennt gerist. Aðrir starfsmenn sem eru í húsinu munu einnig gera sitt besta til að greiða úr erindum viðskiptavina.

Grankulla er 10.000 manna sveitarfélag í nágrenni Helsinki. Þar mun Torsten Widén, bæjarstjóri taka á móti hópnum og ræða m.a. um stjórnsýsluna, samstarf á Stór-Helsinki svæðinu, framkvæmdir við uppbyggingu á þjónustuverinu/miðstöðinni Villa Breda og uppbyggingu miðbæjar. Einnig verða heimsóttir skólar í Grankulla. Í Espoo verður m.a. fræðst um  nýsköpunar- og þróunarverkefnið ,,Espoo Innovation Garden“ og í Helsinki fær hópurinn fræðslu um verkefni á sviði hönnunar og mun m.a. heimsækja Hönnunarsafn Finnlands.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem fjarvera starfsmanna getur valdið.