15. sep. 2015

Heimsókn frá fjórum löndum

Meðalaldurinn lækkaði umtalsvert á bæjarskrifstofum Garðabæjar á þriðjudagsmorgun þegar 53 ungmenni á aldrinum 17-20+ frá Tyrklandi, Rúmeníu, Litháen og Íslandi komu í heimsókn.
  • Séð yfir Garðabæ

Meðalaldurinn lækkaði umtalsvert á bæjarskrifstofum Garðabæjar á þriðjudagsmorgun þegar 53 ungmenni á aldrinum 17-20+ frá Tyrklandi, Rúmeníu, Litháen og Íslandi komu í heimsókn.

Íslensku ungmennin eru nemendur í FG sem taka þátt í verkefni um mennningarskipti með hinum löndunum þremur. Verkefnið fékk styrk frá Evrópu unga fólksins.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók á móti unga fólkinu og bauð það velkomið en að því loknu gekk það um bæjarskrifstofurnar í fylgd starfsfólks og fræddist um starfsemina. 

Á myndinni hér fyrir neðan er íslenski hópurinn með bæjarstjóra.