31. ágú. 2015

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður

Aðild Garðabæjar að þjóðarsáttmála um læsi var staðfest með undirritun samnings í Flataskóla sl. föstudag.
  • Séð yfir Garðabæ

Aðild Garðabæjar að þjóðarsáttmála um læsi var staðfest með undirritun samnings í Flataskóla sl. föstudag. Það voru þau Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Grunnstoðar Garðabæjar, sem undirrituðu samninginn að viðstöddum gestum. Markmið þjóðarsáttmálans er að öll börn geti við lok grunnskólans lesið sér til gagns.

Samningurinn var undirritaður í tvíriti og er önnur útgáfan, sem er mjög smá, varðveitt í stóru Íslandslíkani ásamt samningum ráðuneytisins við önnur sveitarfélög á landinu.

Við athöfnina komu fram nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar, Finnur Marteinn Sigurðsson, gítarnemandi og Ólafur Hákon Sigurðarson saxófón-nemandi ásamt hljómsveit sem er skipuð þeim Jóni Gunnari Hannessyni á píanó og Emil Árnasyni á rafbassa.

Nánari upplýsingar um þjóðarsáttmála um læsi eru á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins