31. ágú. 2015

Stjarnan bikarmeistari í knattspyrnu kvenna 2015

Stjarnan sigraði lið Selfoss í úrslitaleik Borgunarbikarsins 2015
  • Séð yfir Garðabæ

Kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu sigraði lið Selfoss í úrslitaleik Borgunarbikarsins 2015 á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Leikurinn var tíðindalítill í fyrri hálfleik en snemma í síðari hálfleik skoruðu Selfossstúlkur fyrsta mark leiksins og tóku forystuna.  Þá lifnaði yfir Stjörnustúlkum sem lögðust í þunga sókn og náðu þær að skora 2 mörk skömmu fyrir leikslok og bikarinn var í höfn. 

Fjölmargir Garðbæingar lögðu leið sína í Laugardalinn og studdu þetta glæsilega lið Stjörnunnar og fögnuðu með stelpunum eftir að leiknum lauk.  Slegið var áhorfendamet í úrslitaleik bikarkeppni í kvennaknattspyrnu og mættu rúmlega 2400 manns á völlinn. 

Myndir á þessari síðu eru frá Garðabæ og Garðapóstinum, en fleiri myndir frá leiknum má finna á heimasíðu Stjörnunnar.

Til hamingju með bikarinn Stjarnan og Garðbæingar!