28. ágú. 2015

Sunnudagsopnun í Króki

Bærinn Krókur hefur verið opinn alla sunnudaga í sumar frá kl. 13-17 og sunnudaginn 30. ágúst er síðasti sumaropnunardagurinn. Á sunnudaginn kl. 13-17 eru jafnframt síðustu forvöð að sjá sýningu mæðgnanna Rúnu K. Tetzschner og Kömmu Níelsdóttur á málverkum og þæfðum ullarverkum í hlöðunni við Krók á Garðaholti.
  • Séð yfir Garðabæ

Bærinn Krókur hefur verið opinn alla sunnudaga í sumar frá kl. 13-17 og sunnudaginn 30. ágúst er síðasti sumaropnunardagurinn. 

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var byggður upp úr torfbæ á tímabilinu 1923-1944 og er varðveittur með upprunalegu innbúi síðustu ábúenda. Krókur er gott dæmi um íslenskt alþýðuheimili á fyrri hluta 20. aldar en þar var þó búið allt til 1985. Bærinn er hluti af Garðahverfi, umlukinn friðsælli sveit með sjávarsýn í suður, en á þessu svæði er mikið er af menningarminjum. Frá Garðahverfi var áður útræði og þar var vísir að sjávarþorpi kringum kirkjustaðinn á Görðum. Krókur er staðsettur á Garðaholti rétt hjá samkomuhúsinu á gatnamótum Garðavegar og Garðaholtsvegar.  Á sunnudaginn kl. 13-17 eru jafnframt síðustu forvöð að sjá sýningu mæðgnanna Rúnu K. Tetzschner og Kömmu Níelsdóttur á málverkum og þæfðum ullarverkum í hlöðunni við Krók á Garðaholti.  Aðgangur að Króki er ókeypis.

Myndaskot frá Króki í lok tíu frétta sjónvarpsins 27. ágúst sl.
Útvarpsviðtal við Elínu og Vilborgu Vilmundardætur sem ólust upp í Króki o.fl. um Garðahverfi.

Vinnuaðstaða fyrir listamann í Króki

Í Króki er einnig herbergi sem hefur verið  nýtt sem vinnuaðstaða fyrir listamenn og nú er auglýst eftir umsóknum listamanna/fræðimanna um afnot af vinnuaðstöðunni í vetur.  Vinnuaðstaðan er í boði 1-3 mánuði og nánari upplýsingar um Krók og vinnuaðstöðuna eru hér á vef Garðabæjar.