27. ágú. 2015

Grunnskólastarfið hafið

Grunnskólarnir í Garðabæ voru settir þriðjudaginn 25. ágúst. Nú eru 2330 grunnskólanemendur innritaðir í 1.- 10 bekk grunnskóla í Garðabæ. Þar ef eru 265 börn að hefja nám í 1. bekk.
  • Séð yfir Garðabæ

Grunnskólarnir í Garðabæ voru settir þriðjudaginn 25. ágúst. Nú eru 2330 grunnskólanemendur innritaðir í 1.- 10 bekk grunnskóla í Garðabæ. Þar ef eru 265 börn að hefja nám í 1. bekk.

Á þriðjudeginum mættu börnin við skólasetningu, hittu skólafélaga sína og umsjónarkennara en kennsla samkvæmt stundaskrá hófst daginn eftir.

Ökumenn eru minntir á að sýna skólabörnum á leið í og úr skóla tillitssemi í umferðinni og foreldrar á að kenna börnunum öruggustu leiðina í skólann.

Fréttir og myndir frá fyrstu skóladögunum eru á vefjum skólanna:

www.flataskoli.is
www.gardaskoli.is
www.hjalli.is/barnaskolinn
www.hofsstadaskoli.is
www.internationalschool.is
www.sjalandsskoli.is