19. ágú. 2015

Hreinsunarstarf á Álftanesi hafið

Hreinsunarstarf er hafið á Álftanesi eftir að gamalt útihús brann þar fyrir helgi
  • Séð yfir Garðabæ

Hreinsunarstarf á Álftanesi hófst í dag eftir að gamalt útihús brann þar fyrir helgi.

Klæðning hússins var úr asbesti og því var mikilvægt að vanda allan undirbúning til að tryggja að hreinsunarstarfið yrði gert eins faglega og hægt er og að öllum reglum væri fylgt um losun slíkra efna. Það er VÍS, sem er tryggingafélag eiganda hússins sem sér um framkvæmdina í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.Verkið verður unnið eins hratt og hægt er, samkvæmt upplýsingum frá VÍS en áður höfðu verið gerðar ráðstafanir til að hindra aðgang að rústunum og tryggja að efni fjúki ekki úr þeim. 

Foreldrar eru beðnir um að upplýsa börn um hættuna og tryggja að þau séu ekki að leik í nágrenni rústanna.

Uppfært 21. ágúst kl. 9.40.