18. ágú. 2015

Fjölbreytt starf í leikskólum

Alls voru 965 börn á leikskólum í Garðabæ skólaárið 2014-2015. Þau yngstu sem hóf sína leikskóladvöl um haustið voru 15 mánaða.
  • Séð yfir Garðabæ

Alls voru 965 börn á leikskólum í Garðabæ skólaárið 2014-2015. Þau yngstu sem hóf sína leikskóladvöl um haustið voru 15 mánaða gömul. Í bænum eru 13 leikskólar og rekur Garðabæ átta þeirra auk leikskóladeildar í Flataskóla. Í öllum skólunum fer fram fjölbreytt og metnaðarfullt starf eins og sést glögglega á þeim mörgu umsóknum sem bárust í þróunarsjóð leikskóla en fyrsta úthlutun úr sjóðnum var í apríl sl.

Sjö dagforeldrar voru starfandi í Garðabæ veturinn 2014-2015 með alls 35 börn í gæslu. Árleg könnun sem gerð var meðal foreldra í apríl sýndi almenna ánægju með þjónustu dagforeldranna.

Þessar upplýsingar og margar aðrar koma fram í ársskýrslu leikskóla í Garðabæ skólaárið 2014-2015, sem er aðgengileg á vef Garðabæjar. Ársskýrslur einstakra leikskóla eru á vef viðkomandi leikskóla.

Ársskýrsla leikskóla 2014-2015