12. ágú. 2015

Útivistarstígur í Prýðum

Unnið hefur verið að því að yfirleggja útivistarstíg í Prýðahverfi með blöndu af leir og grjótmulningi sem þjappast vel við rigningu eða vökvun
  • Séð yfir Garðabæ

Unnið hefur verið að því að yfirleggja útivistarstíg í Prýðahverfi. Ofan í malarstíginn er borin blanda af leir og grjótmulningi sem þjappast vel við rigningu eða vökvun. Samskonar efni hefur verið notað í aðra útivistarstíga í bæjarlandinu þar á meðal á stíginn umhverfis Vífilsstaðavatn. Vinna við stíginn er eitt af lokaverkefnum umhverfishópa sem ljúka sumarstörfum í lok vikunnar.

Vegna þurrkatíðar að undanörnu er ráðgert að ljúka framkvæmdinni síðar í haust með því að leggja úthagatorf í kanta stígsins eftir þörfum. Frágenginn verður stígurinn tveir metrar að breidd. Verkið er unnið í umsjón umhverfisstjóra. Á deiliskipulagi hverfisins er gert ráð fyrir stíg á opnu innsvæði hverfisins sem er úfið hraun.