6. ágú. 2015

Fín uppskera í skólagörðunum í sumar

Ungir Garðbæingar hafa staðið í ströngu við garðrækt í skólagörðunum við Silfurtún í sumar
  • Séð yfir Garðabæ

Ungir Garðbæingar hafa staðið í ströngu við garðrækt í skólagörðunum við Silfurtún í sumar. Skólagarðarnir opnuðu í byrjun júní og verða starfræktir til síðari hluta ágústmánaðar.  Uppskera virðist vera ágæt þrátt fyrir frekar kalda sumarbyrjun.  Börnin fengu úthlutað tveimur görðum, fengu kartöfluútsæði sem og ýmsar plöntur og fræ til gróðursetningar, svo sem gulrófur, hnúðkál, blómkál, grænkál, radísur og gulrætur sem gróðursett var í annan garðinn.  Kartöfluútsæði var svo sett í hinn garðinn.  Síðan hafa börnin þurft að hreinsa garðana og vökva þá reglulega með aðstoð leiðbeinenda skólagarðanna.

Vinkonurnar Sóley Kristín og Elsa Kristín voru búnar að reyta margar fötur af arfa og snyrta sína garða mjög vel og ekki var annað að sjá en að spretta væri góð og að þær eigi von á ýmiskonar góðmeti þegar þær taka upp úr görðunum sínum.