5. ágú. 2015

Viðgerðum á turni ráðhússins að ljúka

Viðgerðir hafa staðið yfir á úthliðum turnsins á Garðatorgi í sumar og nú er þeim að ljúka.
  • Séð yfir Garðabæ
Viðgerðir hafa staðið yfir á úthliðum turnsins á Garðatorgi í sumar er þeim að ljúka. Flísar sem voru á turninum neðanverðum losnuðu í því mikla vot- og hvassviðri sem herjaði á landið sl. vetur. Skipta þurfti því alveg um flísar á neðri hluta turnsins og einnig var lagfært á nokkrum stöðum innanhúss þar sem vatn hafði komist að.