30. júl. 2015

Nýr mannauðsstjóri Garðabæjar

Nýr mannauðsstjóri Garðabæjar verður Inga Þóra Þórisdóttir
  • Séð yfir Garðabæ
Garðabær hefur ráðið Ingu Þóru Þórisdóttur í starf mannauðsstjóra.  Inga Þóra er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands og MA gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Inga Þóra hefur frá árinu 2008 starfað sem sviðsstjóri starfsmanna- og gæðasviðs Fiskistofu.

Um leið og Garðabær býður Ingu Þóru velkomna til starfa eru fráfarandi mannauðsstjóra Vilhjálmi Kára Haraldssyni færðar þakkir fyrir hans góða starf undanfarin ár og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.