24. júl. 2015

Viðurkenningar fyrir snyrtilegustu garða og umhverfi í Garðabæ

Formaður umhverfisnefndar, Jóna Sæmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Sigríður Hulda Jónsdóttir og Gunnar Einarsson bæjarstjóri veittu eigendum og forráðamönnum snyrtilegustu garða bæjarinns viðurkenningar sl. fimmtudag. Athöfnin fór fram á hjúkrunarheimilinu Ísafold.
  • Séð yfir Garðabæ

Formaður umhverfisnefndar, Jóna Sæmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Sigríður Hulda Jónsdóttir og Gunnar Einarsson bæjarstjóri veittu eigendum og forráðamönnum snyrtilegustu garða bæjarinns viðurkenningar sl. fimmtudag.

Athöfnin fór fram í fallegu veðri á hjúkrunarheimilinu Ísafold sem einmitt fékk verðlaun fyrir snyrtilegasta garðinn hjá fyrirtæki eða stofnun.  Það var elsti íbúinn á Ísafold, Oddur Jónsson sem varð 100 ár fyrr á árinu sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd hjúkrunarheimilisins.  Aðrir verðlaunahafar tóku við sínum viðurkenningum í blíðunni og nutu kaffiveitinga með íbúum á Ísafold.