8. júl. 2015

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Garðabæjar 20. ágúst nk.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 18. júní sl. var samþykkt tillaga Sigríðar Huldu Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, um að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí, fimmtudaginn 20. ágúst nk., verði eingöngu skipaður kvenbæjarfulltrúum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 18. júní sl. var samþykkt tillaga Sigríðar Huldu Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, um að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí, fimmtudaginn 20. ágúst nk., verði eingöngu skipaður kvenbæjarfulltrúum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis. 

Fundurinn verður öllum opinn en til fundarins verða boðaðar allar stúlkur sem luku grunnskólanámi í vor, allar stúlkur í ungmennaráði, allar konur sem sitja í fastanefndum bæjarins og allar konur sem hafa verið fulltrúar í hreppsnefnd eða bæjarstjórn. 

Í greinargerð með tillögu Sigríður Huldu Jónsdóttur segir m.a. ,,að mikilvægt er að minnast þessa atburðar sem hafði mikla þýðingu varðandi  jafnrétti kynjanna og jafnframt að láta hann vera hvatningu til að auka lýðræðislega umræðu og kosningaþátttöku ungs fólks.
Bæjarstjórn Garðabæjar leggur sitt að mörkum með því að bjóða ungum stúlkum í Garðabæ til fundarins til að hvetja þær og allt ungt fólk til virkrar þátttöku í samfélaginu með því meðal annars að nýta ávallt kosningarétt sinn“.