26. jún. 2015

Gróðursetning í Lundamóa laugardag 27. júní

Laugardaginn 27. júní nk. ætla skógræktarfélög um allt land í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga að gróðursetja trjáplöntur í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörinn forseti, og 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Skógræktarfélag Garðabæjar og umhverfisnefnd Garðabæjar standa saman að gróðursetningu laugardaginn 27. júní kl. 13 í Lundamóa.
  • Séð yfir Garðabæ
Laugardaginn 27. júní nk. ætla skógræktarfélög um allt land í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga að gróðursetja trjáplöntur í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörinn forseti, og 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. 

Gróðursetning í Lundamóa á laugardaginn kl. 13

Skógræktarfélag Garðabæjar og umhverfisnefnd Garðabæjar standa saman að gróðursetningu laugardaginn 27. júní kl. 13 í Lundamóa.  Gróðursetningin verður að ,,hætti Vigdísar“ þar sem þrjár trjáplöntur verða gróðursettar, ein fyrir stúlkur, ein fyrir pilta og ein fyrir komandi kynslóðir.  Allir eru velkomnir að vera viðstaddir þessa athöfn.  Sjá nánar hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar.

Lundamói er opið svæði austan við Lundahverfi sem hallar að Reykjanesbraut, sem nú er umgirt grænni jarðvegsmön. Margar leiðir liggja að Lundamóa, þar um liggur ein aðalsamgönguleið göngu- og hjólastíga gegnum bæinn frá Hafnarfirði norður í Kópavog. Svæðið er í dag skógi vaxið og tilvalinn staður til að stoppa í útivist um bæjarlandið. Umhverfishópar í sumarstörfum hjá bænum hafa verið að leggja stíga úr kurli um svæðið til að auðvelda göngu af aðalstígnum inná svæðið þar sem er fallegt útsýni til Vífilsstaða.

Á meðfylgjandi myndum með frétt má sjá hvernig svæðið í Lundamóa leit út árið 1992.  Fyrsta myndin sýnir sumarstarfsmenn sem voru að undirbúa gróðursetningu í móann en um sumarið var haldið norrænt vinabæjamót í Garðabæ og gestir mótsins gróðursettu plöntur í svo kölluðum Vinabæjarlund sem er staðsettur í Lundamóa.  Með í för var frú Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti og á myndunum má sjá hana og þáverandi bæjarstjóra Garðabæjar Ingimund Sigfússon ásamt norrænum gestum frá vinabæjum Garðabæjar.