19. jún. 2015

Jónsmessugleði Grósku verður haldin fimmtudaginn 25. júní

Árleg Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku í Garðabæ verður haldin fimmtudaginn 25. júní á strandlengjunni í Sjálandshverfi. Hátíðin hefst klukkan 19:30 og dagskrá sýningarinnar stendur til klukkan 22:00.
  • Séð yfir Garðabæ

Árleg Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku í Garðabæ verður haldin fimmtudaginn 25. júní  á strandlengjunni í Sjálandshverfi. Hátíðin hefst klukkan 19:30 og dagskrá sýningarinnar stendur til klukkan 22:00.

Þema Jónsmessugleðinnar er „tónar“ sem listamenn  tjá i myndverkum og skúlptúrum meðfram göngustígnum í Sjálandi. Jónsmessugleðin hefur verið árlegur viðburður undanfarin sjö ár og jafnan verið geysivel sótt. Eins og venjulega er margt viðburða í tengslum við sýninguna þar sem margar listgreinar eiga fulltrúa og nær 100 manna hópur ýmissa listamanna koma fram og gefa þeir allir vinnu sína. Ekki verður þó eingöngu myndlist í boði þetta kvöld í Sjálandinu, hópur ungmenna sem vinnur að skapandi störfum í sumar á vegum atvinnuátaksins verður með uppákomur um kvöldið.  Bæjarstarfsmenn og umhverfishópar sumaratvinnuátaksins aðstoða með uppsetningu og frágang og ýmsa skipulagningu.

Í tilefni af þema ársins eru bæjarbúar hvattir til að mæta á Jónsmessugleðina í litríkum fötum í mörgum mismunandi tónum. Jákvæðni og gleði einkennir hátíðina sem er alltaf haldin undir kjörorðunum: Gefum - gleðjum - njótum.