19. jún. 2015

17. júní fór vel fram

Vel tókst til með hátíðarhöld í Garðabæ á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. Hátíðardagskráin hófst að morgni til á Álftanesi þar sem var farið í skrúðgöngu að lokinni helgistund í safnaðarheimilinu að íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Í Vídalínskirkju var haldin árleg hátíðarstund og skrúðganga hélt þaðan niður að hátíðarsvæði við Garðaskóla þar sem skemmtidagskrá hófst um hálfþrjúleytið.
  • Séð yfir Garðabæ

Vel tókst til með hátíðarhöld í Garðabæ á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl.  Hátíðardagskráin hófst að morgni til á Álftanesi þar sem var farið í skrúðgöngu að lokinni helgistund í safnaðarheimilinu að íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Álftaness var haldið síðar um daginn í íþróttamiðstöðinni. Einnig var boðið upp á hestaferðir fyrir framan Álftaneslaug, kanósiglingar fóru að þessu sinni fram við Urriðavatn og einnig gátu Garðbæingar notið þess að fara í sund í Álftaneslaug og veiða í Vífilsstaðavatni. Hönnunarsafn Íslands var með opið og aðgangur var ókeypis í safnið þennan dag.

Í Vídalínskirkju var haldin árleg hátíðarstund og skrúðganga hélt þaðan niður að hátíðarsvæði við Garðaskóla þar sem skemmtidagskrá hófst um hálfþrjúleytið. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði og gestir skemmtu sér vel bæði utandyra og einnig innandyra þar sem fimleikahópur Stjörnunnar var með sýningu.

Kvenfélag Garðabæjar var með sitt árlega kaffihlaðborð í Flataskóla. Dagskráin að degi til var í umsjón skátafélagsins Vífils.

Um kvöldið voru hátíðartónleikar í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli. Þar steig hljómsveitin Salon Islandus á svið og gestasöngvari í ár var Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari. Salurinn í safnaðarheimilinu var þétt setinn og áhorfendur kunnu vel að meta þá ljúfu tóna sem hljómsveitin og söngvarinn fluttu þetta kvöld.