12. jún. 2015

Nýr forseti bæjarstjórnar og nýir fulltrúar í bæjarráði

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 4. júní sl. fór fram kosning til forseta bæjarstjórnar og kosning fulltrúa í bæjarráð Garðabæjar. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi var kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs, Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi var kjörinn annar varaforseti bæjarstjórnar.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 4. júní sl. fór fram kosning til forseta bæjarstjórnar og kosning fulltrúa í bæjarráð Garðabæjar.  Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi var kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs, Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi var kjörinn annar varaforseti bæjarstjórnar.

Í bæjarráði Garðabæjar sitja fimm bæjarfulltrúar sem eru kjörnir til eins árs í senn. Á fundi bæjarstjórnar voru eftirfarandi bæjarfulltrúar kosnir til setu í bæjarráði:  Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson varaformaður, Sturla Þorsteinsson, Halldór Jörgensson og María Grétarsdóttir.  Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi var tilnefndur sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Bæjarráð fer, ásamt bæjarstjóra, með framkvæmdastjórn bæjarins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki falin öðrum. Bæjarráð fundar vikulega á þriðjudagsmorgnum.

Fylgiskjöl birt með fundargerðum bæjarráðs

Á vef Garðabæjar er hægt að sjá fundargerðir bæjarráðs, bæjarstjórnar og nefnda bæjarins.  Í lok mars á þessu ári voru samþykktar reglur í bæjarráði um birtingu gagna með fundargerðum á vef Garðabæjar þar sem gerð eru aðgengileg þau gögn sem varða viðkomandi mál og fylgdu fundarboði eða voru lögð fram á viðkomandi fundi. Til að byrja með eru birt gögn með fundargerðum bæjarráðs frá og með 12. fundi á þessu ári en síðar er stefnt að því að birta gögn með fundargerðum annarra fastanefnda bæjarins.  Reglur um birtingu gagna með fundargerðum má sjá hér ásamt fundargerðum nefnda.