9. jún. 2015

Grunnstoðir funduðu með bæjarstjóra

Í liðinni viku átti Grunnstoð, samstarfsvettvangur foreldrafélaga í Garðabæ fund með bæjarstjóra Garðabæjar að Bjarnastöðum á Álftanesi. Grunnstoð fundar að jafnaði tvisvar á ári með bæjarstjóra og fulltrúum skólaskrifstofu Garðabæjar. Á fundunum eru sameiginleg mál foreldrafélaga grunnskóla bæjarins til umfjöllunar sem og mál er varða einstaka skóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Í liðinni viku átti Grunnstoð, samstarfsvettvangur foreldrafélaga í Garðabæ fund með bæjarstjóra Garðabæjar að Bjarnastöðum á Álftanesi. Grunnstoð fundar að jafnaði tvisvar á ári með bæjarstjóra og fulltrúum skólaskrifstofu Garðabæjar.  Á fundunum eru sameiginleg mál foreldrafélaga grunnskóla bæjarins til umfjöllunar sem og mál er varða einstaka skóla.  Á síðasta fundi var meðal annars rætt um innra starf skólanna, tækjakost, aðbúnað nemenda og líðan þeirra.   Það var vel við hæfi að funda að Bjarnastöðum en í því sögufræga húsi var Bjarnastaðaskóli starfræktur frá árinu 1914-1978 eða þar til Álftanesskóli var tekinn í notkun árið 1978.

Fundargestir stilltu sér upp fyrir utan Bjarnastaði og á meðfylgjandi mynd sem Eyþór Páll Hauksson tók má sjá frá vinstri: Katrínu Friðriksdóttur deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar, Grím Sigurðarson, frá foreldrafélagi Hofsstaðaskóla, Margréti Kristjánsdóttur frá foreldrafélagi Sjálandsskóla, Elizabeth Lay frá foreldrafélagi Alþjóðaskólans, Jóhönnu S. Snorradóttur frá foreldrafélagi Álftanesskóla, Ellen Guðlaugsdóttur frá foreldrafélagi Garðaskóla, Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur frá foreldrafélagi Álftanesskóla, Gunnar Einarsson bæjarstjóra Garðabæjar, Ástu Hrafnhildi Garðarsdóttur frá foreldrafélagi Sjálandsskóla, Stefaníu Halldórsdóttur frá foreldarafélagi Flataskóla, Eddu Rósu Gunnarsdóttur frá foreldrafélagi Garðaskóla og Dössu Hauksdóttur frá foreldrafélagi Hofsstaðaskóla.