5. jún. 2015

Þátttaka Flataskóla í eTwinning

Flataskóli var dreginn úr hópi skóla sem tóku þátt í afmælishátíð eTwinning 7. maí s.l. en þá fagnaði eTwinning 10 ára afmæli sínu. Skólinn fékk veglega fjárupphæð til að verja til kaupa á tölvu- og tæknibúnaði og nemendur sem tóku þátt fengu svifdisk til að leika sér með.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli var dreginn úr hópi skóla sem tóku þátt í afmælishátíð eTwinning 7. maí s.l. en þá fagnaði eTwinning 10 ára afmæli sínu. Skólinn fékk veglega fjárupphæð til að verja til kaupa á tölvu- og tæknibúnaði og nemendur sem tóku þátt fengu svifdisk til að leika sér með.

Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf

eTwinning er Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og er hluti af Erasmus+, menntaáætlunar. Um 1000 íslenskir kennarar hafa skráð sig í eTwinning fram til þessa og tekið þátt í yfir 500 samstarfsverkefnum. Í Flataskóla eru núna 12 kennarar virkir í eTwinning en fleiri hafa þó skráð sig þar frá því að Flataskóli tók þátt í fyrsta verkefninu 2008. Yfir 40 verkefni hafa verið unnið í Flataskóla á þessu tímabili og í vetur voru um 6 verkefni í gangi. Hægt er að lesa um þetta á vefsíðu skólans undir samskiptaverkefni.

Viðurkenningar fyrir mörg verkefni hjá eTwinning

Flataskóli hefur unnið til margra verðlauna hjá eTwinning m.a. fyrir verkefnin Schoolovision, Keðjuverkefnið "The European Chain Reaction" og Comeníusarverkefnið "Sköpunarkrafturinn listin að lesa".
eTwinning samstarfsverkefni víkka sjóndeildarhring nemenda og kennara og auka færni þeirra á ýmsa vegu og gerir skólastarfið fjölbreyttara og litríkara. Skyggnst er inn í evrópskar skólastofur með hjálp tækninnar, auðvelt er að kynnast menningu annarra landa og kennarar fá tækifæri til að þróa sig í starfi. Auðveldlega má tengja samstarfsverkefnin við námsgreinar í skólastarfinu og gera það áhugaverðara, enda er skemmtilegt fyrir nemendur að geta miðlað verkum sínum sem víðast og fá hugmyndir frá breiðum hópi áhorfenda/áheyrenda. 

Myndband frá leikskóladeild Flataskóla sem sent var inn vegna afmælishátíðarinnar má sjá hér.
Einnig er hægt að sjá hér hvað hinir skólarnir sendu inn.