18. nóv. 2016

Laun bæjarfulltrúa hækka ekki

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í Garðabæ sem tengjast þingfararkaupi hækki ekki í samræmi við nýlegan úrskurð kjararáðs.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í Garðabæ sem tengjast þingfararkaupi hækki ekki í samræmi við nýlegan úrskurð kjararáðs. Bæjarstjórn skorar jafnframt á Alþingi að grípa inn í og endurskoða sem allra fyrst úrskurð kjararáðs.

Svohljóðandi bókun vegna úrskurðar kjararáðs var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í gær 17. nóvember, í nafni allra bæjarfulltrúa.

„Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á Alþingi að grípa inn í og endurskoða sem allra fyrst nýlegan úrskurð kjararáðs um þingfararkaup og laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Bæjarstjórn telur brýnt í nafni stöðugleika að laun kjörinna fulltrúa og laun æðstu embættismanna ríkis og sveitarfélaga fylgi almennri launaþróun í landinu á hverjum tíma. Bæjarstjórn samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í Garðabæ sem tengjast þingfararkaupi og þar með ákvörðun kjararáðs, hækki ekki í samræmi við nýlegan úrskurð kjararáðs heldur haldist óbreytt að sinni og bíði umræðu á Alþingi um úrskurðinn.“