5. jún. 2015

Vel heppnaðir tónleikar á Þriðjudagsklassík

Fjórðu og síðustu tónleikarnir í Þriðjudagsklassík í Garðabæ á þessu ári fóru fram síðast liðið þriðjudagskvöld 2. júní í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Það var systkinatríóið Ó Ó Ingibjörg sem steig á svið en tríóið er skipað þeim Guðjónsbörnum, Ingibjörgu, sópransöngkonu, Óskari, saxofónleikara og Ómari, gítarleikara.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjórðu og síðustu tónleikarnir í Þriðjudagsklassík í Garðabæ á þessu ári fóru fram síðast liðið þriðjudagskvöld 2. júní í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.  Það var systkinatríóið Ó Ó Ingibjörg sem steig á svið en tríóið er skipað þeim Guðjónsbörnum, Ingibjörgu, sópransöngkonu, Óskari, saxofónleikara og Ómari, gítarleikara. Á tónleikunum fengu þau til liðs við sig Matthías M.D. Hemstock á slagverk og Kjartan Valdimarsson á píanó.Á tónleikunum fluttu þau íslensk sönglög í frumlegan hátt þar sem klassík og jazz mættust.  Einnig fluttu þau frumsamin lög eftir þá bræður Óskar og Ómar.

Salurinn var þétt setinn á þriðjudagskvöldinu og gestir kunnu vel að meta efnisskrá kvöldsins og fögnuðu tónlistarflytjendum vel og lengi að loknum tónleikum.  Tónleikarnir voru sem fyrr segir þeir fjórðu í röðinni í vor en Þriðjudagsklassík hefur verið mánaðarlega fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði frá mars til júní í ár.  Þetta er þriðja vorið sem tónleikaröðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir.