28. maí 2015

Fréttabréf Garðaskóla á rafrænu formi

Í vetur var fréttabréf Garðaskóla fært yfir á rafrænt form og í vikunni kom út þriðja tölublað skólaársins. Í fréttabréfinu má lesa um dagskrá vordaga, niðurstöður innra mats á skólaárinu sem er að líða, störf nemendaráðs og margt fleira.
  • Séð yfir Garðabæ

Í vetur var fréttabréf Garðaskóla fært yfir á rafrænt form og í vikunni kom út þriðja tölublað skólaársins. Í fréttabréfinu má lesa um dagskrá vordaga, niðurstöður innra mats á skólaárinu sem er að líða, störf nemendaráðs og margt fleira.

Fréttabréfið er sent til allra nemenda, forráðamanna og starfsmanna skólans auk þess sem það er alltaf aðgengilegt á vef skólans. Auk frétta af því sem hæst ber í starfi skólans hverju sinni geymir fréttabréfið tengla inn á hagnýtar síður á vef Garðaskóla og Garðalundar.