22. maí 2015

Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni

Í sumar verður atvinnutengt frístundaúrræði í boði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ frá 17 ára aldri. Boðið verður upp á stuðning með ungmennunum. Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni heyrir undir umhverfishópa sem Erla Bil Bjarnadóttir umhverfisstjóri stýrir. Þetta er þriðja sumarið sem starfsemin verður með sama sniði. Þjónusta Garðabæjar við fatlað fólk miðar að því að tryggja því jafnrétti og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu.
  • Séð yfir Garðabæ

Í sumar verður atvinnutengt frístundaúrræði í boði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ frá 17 ára aldri. Boðið verður upp á stuðning með ungmennunum. Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni heyrir undir umhverfishópa sem Erla Bil Bjarnadóttir umhverfisstjóri stýrir. Þetta er þriðja sumarið sem starfsemin verður með sama sniði. Þjónusta Garðabæjar við fatlað fólk miðar að því að tryggja því jafnrétti og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu.

Vinnutími og fyrirkomulag

Vinnan hefst mánudaginn 1. júní 2015. Á hefðbundum degi mæta ungmennin kl. 9:00 í frístundina á Garðatorgi 7 (þar sem GH ljósabúðin var áður, stutt frá Bókasafni Garðabæjar) og er farið þaðan út í umhverfishópana eða önnur störf. Klukkan 12:00 koma allir saman aftur á Garðatorgi og borða hádegismat. Klukkan 13:00 hefst síðan vinna í frístundinni. Fyrsti dagurinn verður þó frábrugðinn þar sem dagurinn verður nýttur í að hrista hópinn saman og kynna sumarstarfið. Þeir sem fæddir eru 1998 fá vinnu í 6 tíma á dag frá 1. júní til 17. júlí en þeir sem eru fæddir 1997 og eldri vinna 7 tíma á dag frá 1. júní til 24. júlí.

Fjölbreytt starf í sumar

Frístundastarfið verður fjölbreytt og skipulagt með þarfir og áhuga þátttakenda í huga. Frístundin verður tengd við hinn almenna vinnumarkað. Farið verður í heimsókn í fyrirtæki og stofnanir,
miðbærinn fegraður og þátttakendur fá að kynnast menningu bæjarins. Markmiðið með frístundastarfinu er að efla sjálfstæði og félagslega hæfni og styrkja félagsleg tengsl við ungmenni á sama aldri.
Verkefnastjóri starfsins er Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.

Skráning í atvinnutengt frístundarúrræði er hér á ráðningarvef Garðabæjar.

Vinsamlegast snúið ykkur til Sigríðar varðandi nánari upplýsingar.
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir
Sími 617-1545
Netfang: sigridurhi@gardabaer.is