30. apr. 2015

Þróunarsjóðir - stuðningur við metnaðarfullt og framsækið skólastarf

Nýverið var úthlutað í fyrsta sinn úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ. Markmiðið með sjóðunum er að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi skólanna í bænum.
  • Séð yfir Garðabæ

Nýverið var úthlutað í fyrsta sinn úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ. Markmiðið með sjóðunum er að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi skólanna í bænum.
 
Alls bárust 38 umsóknir í Þróunarsjóð grunnskóla. Heildarúthlutun var um 20 milljónir króna og hlutu 22 verkefni styrk.
Í Þróunarsjóð leikskóla bárust 15 umsóknir. Heildarúthlutun var um 6,4 milljónir króna og 13 verkefni hlutu styrk.
 
Upplýsingar um reglur og styrkþega má finna hér á vef Garðabæjar
 
Nánar má lesa um þau verkefni sem hlutu styrk í umfjöllun Viktoríu Jensdóttir formanns leikskólanefndar og Sigríðar Huldu Jónsdóttur formanns skólanefndar grunnskóla.