30. apr. 2015

Afmælishátíð í tilefni 10 ára afmælis Sjálandsskóla

Nemendur og starfsfólk Sjálandsskóla gerðu sér glaðan dag í tilefni af 10 ára afmæli skólans, sem tók til starfa árið 2005.
  • Séð yfir Garðabæ

Afmælishátíð Sjálandskóla var haldin í dag þar sem nú eru liðin 10 ár frá því að skólinn tók til starfa.  Í tilefni tímamótanna voru ýmis hátíðahöld í skólanum.  Búið er skreyta skólann og setja upp listaververk eftir nemendur út sem inni.  Þar á meðal er stórt og mikið listaverk við lækinn sem rennur í gegnum skólalóðina.  Einnig eru til sýnis ýmis verk nemenda sem búið er að koma fyrir víða um skólann.  Í morgunsöng í morgun var æfður nýr skólasöngur sem frumfluttur verður seinna í dag en lag og texti er eftir Heiðar Örn Kristjánsson úr Pollapönk.  

Opið hús var í skólanum á milli kl 14 – 16 í dag.