22. apr. 2015

Lið Stjörnunnar varð Íslandsmeistari í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið í íþróttamiðstöðinni Ásgarði um síðastliðna helgi. Stjarnan ætlaði sér að binda endi á samfellda sigurgöngu Gerpluliðsins undanfarin ár í kvennaflokki í fjölþraut og hafði betur eftir æsispennandi keppni á trampolíni, æfingar á gólfi og lokaumferð á dýnu.
  • Séð yfir Garðabæ

Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið í íþróttamiðstöðinni Ásgarði um síðastliðna helgi. Stjarnan ætlaði sér að binda endi á samfellda sigurgöngu Gerpluliðsins undanfarin ár í kvennaflokki í fjölþraut og hafði betur eftir æsispennandi keppni á trampolíni, æfingar á gólfi og lokaumferð á dýnu. Kvennalið Stjörnunnar stóð því uppi sem sigurvegari í fjölþraut kvenna í hópfimleikum.  B lið Stjörnunnar tryggði sér svo þriðja sætið með hreint glæsilegri frammistöðu. Í flokki blandaðra liða var lið Stjörnunnar í öðru sæti.

Sjá einnig frétt á vef Stjörnunnar