17. apr. 2015

Jazzhátíð Garðabæjar framundan

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 23.-26. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Í ár verður sú nýbreytni höfð á að taka forskot á sæluna og bjóða upp á fræðsludag Jazzhátíðar Garðabæjar, sunnudaginn 19. apríl kl. 14.
  • Séð yfir Garðabæ

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 23.-26. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Styrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Hátíðin er nú haldin í tíunda sinn. Í ár fara tónleikar hátíðarinnar fram á þremur mismunandi stöðum en allir kvöldtónleikar verða í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Dagskráin skartar fjölbreyttu úrvali íslenskra listamanna á ýmsum aldri og ólíkum stíltegundum jazztónlistar.  Sem fyrr er sérstök áhersla á listamenn sem tengjast Garðabæ en listamönnum alls ótengdum Garðabæ er einnig gert hátt undir höfði.

Forskot á sæluna - fræðsludagur Jazzhátíðar - sunnudaginn 19. apríl

Í ár verður sú nýbreytni höfð á að taka forskot á sæluna og bjóða upp á fræðsludag Jazzhátíðar Garðabæjar, sunnudaginn 19. apríl kl. 14. Fræðsludagskráin fer fram í Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem kvikmyndin „Lady sings the blues“ verður sýnd í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Billie Holiday en myndin fjallar um ævi söngkonunnar. Á undan sýningunni ætlar Sigurður Flosason að segja frá söngkonunni og leika tóndæmi.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði jazzhátíðarinnar, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá

Sunnudagur 19. apríl kl. 14 
Salur Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi
Fræðsludagur Jazzhátíðar

kl 14  Fyrirlestur/kynning: Sigurður Flosason segir frá Billie Holiday og leikur hljóðrituð tóndæmi.
kl 15 Kvikmyndasýning: Lady sings the blues
Hollywood kvikmynd eftir Sidney J. Furie frá 1972 um líf söngkonunnar Billie Holday. Aðalhlutverk: Diana Ross.

Fimmtudagur 23. apríl Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl 20:30
Billie Holiday 100 ára!

Tríó Sigurðar Flosasonar hyllir söngkonuna frábæru á aldarafmæli og kynnir glænýjan disk með lögum tengdum henni.
Sigurður Flosason: saxófónn
Eyþór Gunnarsson: píanó
Lennart Ginman: kontrabassi

Föstudagur 24. apríl
Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl 20:30
Friðrik Karlsson World Jazz Trió

Þjóðlegum stílum ólíkra heimshorna hrært saman í spunahrærivél Mezzoforte gítarleikarans.
Friðrik Karlsson: gítar
Róbert Þórhallsson:  bassi
Pétur Grétarsson: slagverk

Laugardagur 25. apríl
Jónshús, félags- og þjónustumiðstöð við Strikið 6 kl 14:00
Kvartett Katrine Madsen

Ein af fremstu sönkonum Dana sækir okkur heim.
Sérstök dagskrá fyrir eldri borgara
Katrine Madsen: söngur
Eyþór Gunnarsson: píanó
Richard G. Andersson: kontrabassi
Matthías Hemstock: trommur

Laugardagur 25. apríl
Haukshús, Álftanesi kl 17:00
Tríó Arons og Ingibjörg Fríða

Tveir ungir og bráðefnilegir Garðbæingar í framlínunni.
Ingibjörg Fríða: söngur
Aron Örn Óskarsson: gítar
Gunnar Hrafnsson: kontrabassi
Óskar Kjartansson: trommur

Laugardagur 25. apríl
Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl 20:30
Kvartett Katrine Madsen

Ein af fremstu sönkonum Dana sækir okkur heim.
Katrine Madsen: söngur
Eyþór Gunnarsson: píanó
Richard G. Andersson: kontrabassi
Matthías Hemstock: trommur

Sunnudagur 26. apríl
Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 15
Stórsveit Tónlistarskólans og góðir gestir

Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar og strengjasveit skólans undir stjórn Braga Vilhjálmssonar flytur fjölbreytta dagskrá.  Sérstakir gestir verða söngvararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa) og Jón Svavar Jósefsson.