16. apr. 2015

Fræðsla um kvíða barna og unglinga

Þriðjudagskvöldið 14. apríl sl. var haldið fræðslukvöld á vegum Grunnstoðar fyrir foreldra í Garðabæ. Grunnstoð Garðabæjar er samstarfsvettvangur foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar. Yfirskrift fræðslukvöldsins var ,,Kvíði barna og unglinga - hvað er til ráða?".
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðjudagskvöldið 14. apríl sl. var haldið fræðslukvöld á vegum Grunnstoðar fyrir foreldra í Garðabæ. Grunnstoð Garðabæjar er samstarfsvettvangur foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar. Yfirskrift fræðslukvöldsins var ,,Kvíði barna og unglinga - hvað er til ráða?".  Fundurinn var haldinn í Sjálandsskóla en fyrirlesarar kvöldsins voru Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur hjá Stofunni sálfræðistofu og þær Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Hugarfrelsi sem gáfu góða innsýn í hvernig nýta megi slökun og hugleiðslu í uppeldi barna.

Gríðarlega góð mæting var á fundinn og bókstaflega fullt út úr dyrum. Stjórn Grunnstoðar þakkar öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og vonar að allir hafi notið kvöldsins og farið heim með góðar hugmyndir í farteskinu.

Meðfylgjandi myndir tóku Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, Ásta Hafnhildur Garðarsdóttir og Eyþór Páll Hauksson.