15. apr. 2015

Opið hús í Sjúkraþjálfun Ísafoldar

Fimmtudaginn 16. apríl verður formleg opnun á nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun á Ísafold. Aðstaðan er á 1. hæð í þjónustumiðstöð og verður opið hús fyrir almenning milli kl. 14:00 - 16:00 þar sem opnuninni og tveggja ára afmælihjúkrunarheimilisins og þjónustumiðstöðvarinnar Ísafoldar er fagnað.
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtudaginn 16. apríl verður formleg opnun á nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun á Ísafold. Aðstaðan er á 1. hæð í þjónustumiðstöð og verður opið hús fyrir almenning milli kl. 14:00 - 16:00 þar sem opnuninni og tveggja ára afmæli hjúkrunarheimilisins og þjónustumiðstöðvarinnar Ísafoldar er fagnað.

Í Sjúkraþjálfun Ísafoldar starfa nú tveir sjúkraþjálfarar. Sólveig Þráinsdóttir sem þjónustar heimilisfólk Ísafoldar og Jón Vídalín Halldórsson sem þjónustar almenning. Í sjúkraþjálfun Ísafoldar er boðið uppá alla almenna sjúkraþjálfun, styrktar og úthalds-  og jafnvægisþjálfun, verkjameðferð ásamt leiðsögn í tækjasal.  Ný og glæsileg aðstaða með nýjum tækjum mun nýtast öllum sem vilja styrkjast og auka getu  sína og færni. Ávallt verður leitast við að bjóða uppá einstaklingsmiðaða meðferð í samvinnu við skjólstæðinga.

Allir eru velkomnir á opna húsið í Ísafold, Strikinu 3 í Sjálandshverfi,  fimmtudaginn 16. apríl frá kl. 14-16.  Sjá einnig frétt á vef Ísafoldar þar sem eru nánari upplýsingar um tímapantanir í sjúkraþjálfun o.fl.