10. apr. 2015

Litla Hryllingsbúðin sýnd í Garðaskóla

Leikfélag Garðalundar sýnir þessa dagana Litlu Hryllingsbúðina í Garðaskóla við góðar undirtektir. Að sýningunni koma allt að 50 unglingar og starfsfólk í félagsmiðstöðinni Garðalundi. Leikritið er flutt af hópi nemenda úr Garðaskóla í 9. og 10. bekk og leikstjóri er Ásta Júlía Elíasdóttir en tónlistarstjórn er í umsjón Baldvins Eyjólfssonar.
  • Séð yfir Garðabæ

Leikfélag Garðalundar sýnir þessa dagana Litlu Hryllingsbúðina í Garðaskóla við góðar undirtektir. Að sýningunni koma allt að 50 unglingar og starfsfólk í  félagsmiðstöðinni Garðalundi. Leikritið er flutt af hópi nemenda úr Garðaskóla í 9. og 10. bekk og leikstjóri er Ásta Júlía Elíasdóttir en tónlistarstjórn er í umsjón Baldvins Eyjólfssonar.

Með aðalhlutverk í Litlu Hryllingbúðinni fara Ingimar Tryggvason, nemandi í 9. bekk en hann leikur Baldur og Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, nemandi í 10. bekk leikur Auði. Ingimar stefnir á nám í leiklist erlendis og ætlar sér að leika í stórmyndum framtíðarinnar og Sigríður stefnir á að fara í Verzlunarskóla Íslands og taka þátt í leikritunum þar.  Davíð Laufdal leikur tannlækninn og Indíana Lind Gylfadóttir talar fyrir Auði II. Daníel Breki Johnsen er Músnikk og Jasmín Ragnarsdóttir leikur Helgu eiginkonu hans. En auk þeirra eru margir aðrir sem koma að leikritinu sem leikendur, dansarar, tæknifólk, búningahönnuðir, leikmyndagerðarmenn eða í miðasölu. 

Miðasala á næstu sýningar

Sýningar Garðalundar hafa ávallt vakið mikla lukku og við hvetjum alla sem hafa áhuga að koma við og sjá sýninguna.  Reiknað er með allt að 10 sýningum á næstu tveimur vikum og hægt er að panta miða í síma 820 8572 milli kl.14 og 20 eða á leikfelag.gardalundar@gmail.com.

Sjá einnig upplýsingar um sýninguna og hvenær næstu sýningar eru á vefsíðu Garðalundar, www.gardalundur.is og á fésbókarsíðu Garðalundar.