10. apr. 2015

Blár apríl í leikskólanum Sjálandi

Blár apríl er vitundarvakning um einhverfu. Blár er alþjóðlegur litur einhverfu og í dag föstudaginn 10. apríl tóku margir leik- og grunnskólar þátt í átakinu með því að hvetja nemendur og starfsmenn til að mæta í bláum fatnaði. Í leikskólanum Sjálandi tóku börn og kennarar þátt í bláa deginum í dag og mættu bláklædd í skólann.
  • Séð yfir Garðabæ

Blár apríl er vitundarvakning um einhverfu. Hér á Íslandi er það Styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur fyrir Bláum apríl og í ár er safnað fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu sem og félagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu. Blár er alþjóðlegur litur einhverfu og í dag föstudaginn 10. apríl tóku margir leik- og grunnskólar þátt í átakinu með því að hvetja nemendur og starfsmenn til að mæta í bláum fatnaði.

Í leikskólanum Sjálandi tóku börn og kennarar þátt í bláa deginum í dag og mættu bláklædd í skólann.  Leikskólinn Sjáland leggur mikla áherslu á að mæta öllum börnum þar sem þau eru stödd og unnið er mjög markvisst með börnum með sérþarfir. Í leikskólanum eru 8 börn með greiningu á einhverfurófinu sem eru í atferlisþjálfun.  Í skólanum er 15 manna þjálfunarteymi sem vinnur að þessari þjálfun með það markmið að börn með sérþarfir fái notið sín í skólastarfinu.