9. apr. 2015

Fallegir tónar á Þriðjudagsklassík

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir héldu tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar þriðjudagskvöldið 7. apríl sl. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Yfirskrift tónleikanna var Speglasalur tilfinninganna og áhorfendur kunnu vel að meta lögin sem voru flutt þetta kvöld eftir tónskáldin Schubert, Fauré, Franz og Schönberg.
  • Séð yfir Garðabæ

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir héldu tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar þriðjudagskvöldið 7. apríl sl. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Yfirskrift tónleikanna var Speglasalur tilfinninganna og áhorfendur kunnu vel að meta lögin sem voru flutt þetta kvöld eftir tónskáldin Schubert, Fauré, Franz og Schönberg.  Listamönnunum var fagnað vel og lengi að loknum flutningi og gestir fengu tvö aukalög í hressilegum kabarettstíl.

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona og kórstjóri er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar sem er nú haldin þriðja vorið í röð.  Tvennir tónleikar eru eftir á vorönn og næstu tónleikar verða haldnir fyrsta þriðjudagskvöld í maí en þá eru það Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari sem stíga á svið.

Þriðjudagsklassík á facebook