9. apr. 2018

Veiðitímabilið hafið í Vífilsstaðavatni

Veiði hófst um páskana í Vífilsstaðavatni en veiðitímabilið stendur yfir frá 1. apríl til 15. september ár hvert. Veiðimenn voru fljótir að taka við sér þessa fyrstu veiðidaga og fjölskyldur fjölmenntu til að veiða í vatninu um páskana.
  • Séð yfir Garðabæ

Veiði hófst um páskana í Vífilsstaðavatni en veiðitímabilið stendur yfir frá 1. apríl til 15. september ár hvert. Veiðimenn voru fljótir að taka við sér þessa fyrstu veiðidaga og fjölskyldur fjölmenntu til að veiða í vatninu um páskana. Meðfylgjandi myndir með frétt eru teknar á annan í páskum 6. apríl sl.

Veiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með veiðikortinu á sölustöðum N1, Olís, Íslandspósti og veiðivöruverslunum um land allt, sjá nánar www.veidikortid.is.  Margir veiðimenn leggja leið sína í vatnið á vorin til að yfirfara veiðibúnaðinn sinn og einnig þykir það vinsælt til að æfa fluguköst. Sjá einnig upplýsingar um Vífilsstaðavatn á vef Veiðikortins. Óheimilt er að stunda veiði út frá norðurbakka vatnsins, til að styggja ekki varpsvæði flórgoðans sem er skrautfugl vatnsins.

Útivera innan friðlandsins - varptímabil

Sumir veiða vel og aðrir njóta útiveru innan friðlands Vífilsstaðavatns sem er einstaklega mikil kyrrð yfir svo skammt frá byggð. Þar er hægt að stunda fjölbreytta útivist og margir ganga eða hlaupa hringinn umhverfis vatnið.
Hundum er bannaður aðgangur að friðlandi Vífilsstaðavatns yfir varptímann tímabilið 15. apríl til 1. júlí. Í stað þess geta hundaeigendur farið með hunda sína í göngu á svæði upp af af vatningu, t.d. við skógræktarsvæði í Smalaholti og Sandahlíð á meðan hundabann er í gildi á varptíma við Vífilsstaðavatn. Hundar eiga ávallt að vera í bandi og taka þarf tillit til annars útivistarfólks á svæðunum.