20. mar. 2015

Brotin tré í Vigdísarlundi

Starfsfólk garðyrkjudeildar hafði í nógu að snúast eftir óveðrið um síðustu helgi en þá brotnuðu nokkrar stórar furur í Vigdísarlundi, litlum trjálundi neðst á Stekkjarflöt.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk garðyrkjudeildar hafði í nógu að snúast eftir óveðrið um síðustu helgi en þá brotnuðu nokkrar stórar furur í Vigdísarlundi, litlum trjálundi neðst á Stekkjarflöt.
Fella þurfti þau tré sem brotnuðu illa.

Ákveðið var að reyna að bjarga stórri og fallegri furu sem hafði fallið á hliðina í veðurofsanum. Til verksins þurfti að kalla til gröfu og kranabíl til að rétta tréið við. Það tókst vel og var stórt grjót sett sem farg til þess að halda trénu á sínum stað og til bráðabirgða er tréið stíft niður með stroffum og bundið við steypustöppla á meðan það er að jafna sig.