13. mar. 2015

Íbúafundur um fjölnota íþróttahús

Bæjarstjórn Garðabæjar boðar til íbúafundar um stærð og staðsetningu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. mars nk. kl. 17-19 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Á fundinum kynnir aðalskipulagsráðgjafi Garðabæjar mismunandi hugmyndir um staðarval hússins.
  • Séð yfir Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar boðar til íbúafundar um stærð og staðsetningu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. mars nk. kl. 17-19 í safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Á fundinum kynnir aðalskipulagsráðgjafi Garðabæjar mismunandi hugmyndir um staðarval hússins.

Í greinargerð ráðgjafa um staðarval sem var kynnt í bæjarstjórn Garðabæjar 5. mars sl. kemur fram að gert hafi verið gróft mat á þeim kostum sem gætu komið til greina fyrir stórt fjölnota íþróttahús í Garðabæ, með það að markmiðið að finna slíku húsi stað.  Í byrjun voru fimm staðir skoðaðir og bornir saman út frá stöðu skipulagsmála, samgöngum og afstöðu til aðliggjandi byggðar. Tveir staðir voru vinsaðir frá og þeir þrír, sem eftir stóðu, skoðaðir nánar í þrívíðu landmódeli þar sem íþróttahúsi var komið fyrir. Þar var staðsetning, afstaða til aðliggjandi byggðar, aðkoma og bílastæðamál skoðuð nánar og borin saman.

Hér má sjá fylgigögn þar sem hægt er að skoða greinargerð ráðgjafanna um staðarval, þrívíddarmyndir á jpg formi og einnig þrívíddarmyndir sem eru gagnvirkar á pdf-formi.