13. mar. 2015

Sýningin Ámundi í Hönnunarsafninu

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, opnaði yfirlitssýningu á verkum grafíska hönnuðarins Ámunda Sigurðssonar í Hönnunarsafni Íslands miðvikudaginn 11. mars sl. Sýningin nefnist Ámundi og er framlag Hönnunarsafnsins á HönnunarMars 2015 og sýningin verður opin í safninu út maí mánuð á þessu ári.
  • Séð yfir Garðabæ

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, opnaði yfirlitssýningu á verkum grafíska hönnuðarins Ámunda Sigurðssonar í Hönnunarsafni Íslands miðvikudaginn 11. mars sl. Sýningin nefnist Ámundi og er framlag Hönnunarsafnsins á HönnunarMars 2015 og sýningin verður opin í safninu út maí mánuð á þessu ári.

Á 30 ára ferli hefur Ámundi Sigurðsson unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Verk hans eru mörg hver áberandi, hvort sem þar er um að ræða bækur sem hann hefur sett upp og hannað eða firmamerki og auglýsingaherferðir stórfyrirtækja. Samstarf hans við marga af okkar þekktustu myndlistar- og tónlistarmönnum hefur ekki fyrr en nú verið sett fram þannig að við förum að gæta að þeim sköpunarmætti sem grafíski hönnuðurinn býr yfir, því sýningar á grafískum hönnuðum hafa til þessa verið harla fáar.

Hönnunarsafnið er til húsa að Garðatorgi 1 og á vef safnsins er hægt að sjá upplýsingar um sýningar hverju sinni hjá safninu og auk þess heldur safnið úti fésbókarsíðu.