11. mar. 2015

Skemmtileg leiksýning í FG

Leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sýnir þessa dagana leiksýninguna Yfir alheiminn í hátíðarsal skólans. Sýningin er gerð eftir samnefndri kvikmynd "Across the Universe". Þessi skemmtilega og litríka sýning hentar öllum aldurshópum og er samanstendur meðal annars af skemmtilegum Bítlalögum.
  • Séð yfir Garðabæ

Leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sýnir þessa dagana leiksýninguna Yfir alheiminn í hátíðarsal skólans. Sýningin er gerð eftir samnefndri kvikmynd "Across the Universe".  Leikstjóri sýningarinnar er Ævar Þór Benediktsson, Margrét Eir er hljómsveitarstjóri og raddþjálfari og Védís Kjartansdóttir er danshöfundur.  Þessi skemmtilega og litríka sýning hentar öllum aldurshópum og er samanstendur meðal annars af skemmtilegum Bítlalögum.

Leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er öflugt leikfélag sem unnið hefur að uppsetningu á leikritum og söngleikjum síðan 1999. FG býður uppá leiklistabraut í skólanum ásamt myndlistar- og hönnunarbraut. Um 100-150 nemendur koma að sýningunni á hverju ári. Þessi árlega sýning er einn af hápunktum skólaársins og gríðarleg vinna er sett í undirbúning sýningarinnar hjá þeim deildum skólans sem tengjast sýningunni eins og búningadeild, förðunardeild, leikmynda- og leikmunadeild, markaðsdeild, vefmiðladeild, leikhúsliða og hjá stjórn leikfélagsins.

Framundan eru fjölmargar sýningar og á vefsíðu leikfélagsins, www.leikfelagid-verdandi.com er hægt að panta miða en miðaverð er 2600 kr. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um sýninguna á  fésbókarsíðu leikfélagsins.

Allar sýningar hefjast kl. 20 og næstu sýningar verða 12. mars, 14. mars, 18. mars, 20. mars og lokasýning er fyrirhuguð 25. mars.