18. feb. 2015

Furðuverur heimsóttu þjónustuverið

Fjölmargar furðuverur í alls konar búningum sáust á sveimi um Garðatorgið og víðar í Garðabæ á Öskudaginn, 18. febrúar. Að loknum skóladegi voru mörg börn sem komu við í þjónustuverinu á Garðatorgi og sungu þar fallega fyrir starfsmenn og gesti.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölmargar furðuverur í alls konar búningum sáust á sveimi um Garðatorgið og víðar í Garðabæ á Öskudaginn, 18. febrúar.  Að loknum skóladegi voru mörg börn sem komu við í þjónustuverinu á Garðatorgi og sungu þar fallega fyrir starfsmenn og gesti. Það var tekið vel á móti þeim og hlutu þau ýmislegt góðgæti að launum áður en þau héldu af stað í næsta söngleiðangur.